From Iceland — Nýhil Poetry in the Grapevine:

Nýhil Poetry in the Grapevine:

Published August 11, 2006

allar saumakerlingar
eru horfnar
úr þorpinu
nýjir tímar
ætla þeim aðra hnappa
væri ég örlítið yngri
myndi ég hrekja nútímann
í burtu með naglaspítu
eða priki
eða kekkjóttum hrákslummum
og ég gæti elskað
þessar saumakerlingar
einsog þær eiga skilið
að vera elskaðar
þegar ég var herbergisþerna
var ég sendur með pensil og fötu
til að mála yfir mannaþef
í rúmfötum
þegar ég var herbergisþerna
óskaði ég þess heitast
að vera pakkað inn í sturtuhengi
eins og bleiku kjötfarsi
þegar ég var herbergisþerna
fór ég að grenja
þegar ég var herbergisþerna
litu gestir á mig einsog ég væri skrælingi
dubbaður upp í korselett og pils
og það var rétt hjá þeim
og satt
ég var skrælingi í pilsi
þegar ég var herbergisþerna
ég elska þig með fjaðrir
með hófa
ég elska þig með brjóst
með hófa
með fjaðrir sem skrifa
slefandi lesblind
ert þú
með hófa með brjóst
með fjaðrir sem skrifa
og ég heyri í þér úr fjarska
það hvín í holunum í höfði þínu
þegar þú ríður gobbedí
slefandi lesblind með brjóst
og fjaðrir sem skrifa.
all the seamstresses
are lost
from the village
the new new times
require them to button
other buttons
if I were a bit younger
I would drive the new new times
out of town
with a nailboard
or a pointy stick
or a lumpy wad of spit
and I could love them
the way these seamstresses
deserve to be loved
in the days when I was a hotel maid
they handed me a brush and a bucket
and sent me to paint over
the smell of human folks
in bed linen
in the days when I was a hotel maid
my only wish
was to be packed in a shower curtain
like pink ham piggy meat
in the days when I was a hotel maid
I did weep like a lady’s purse
in the days when I was a hotel maid
the guests looked at me like a ‘skrælingi’
dressed up in corselet and a skirt
and they were right
I was a ‘skrælingi’ in a skirt
in the days when I was a hotel maid
I love you with feathers
with hoofs
I love you with breasts
with hoofs
with feathers that write
dyslexic
are you
with hoofs with breasts
and feathers that write
and I hear you from yonder,
the whistling from the holes
in your head
when you ride giddieyup
drooling dyslexic with breasts
and feathers that write
Support The Reykjavík Grapevine!
Buy subscriptions, t-shirts and more from our shop right here!

Next:
Previous:Show Me More!